Tuesday, July 30, 2013

Kjötbollur með mozzarella osti og ítalskri sósu

Ég hef verið ansi dugleg að setja inn kökur og eftirrétti og því kannski við hæfi að koma með uppskrift af góðum kvöldmati svo fólk fari ekki að klóra sér í hausnum og halda að ég borði bara karamellur og kökur í öll mál ;)

En áður en ég fer í uppskriftina langar mig að segja frá því afhverju ég ákvað að fara að elda og baka samkvæmt LKL. Á síðasta ári hef ég verið mjög þreytt og með verki í líkamanum og var ég svo slæm að ég var hætt að geta unnið í vinnunni síðasta sumar, en ég var að vinna á bráðamóttökunni og þar var ég mikið á hlaupum. Ég fór í allskonar rannsóknir til að finna út hvað væri í gangi, sneiðmyndataka, röntgen, ómskoðun og blóðprufur. Á þessu ári fékk ég svo að heyra frá lækninum að líklegast væri þetta vefjagigt og ekki mikið hægt að gera í því. Eftir að hafa lesið mig til á netinu sá ég að mataræði getur haft áhrif á gigt svo ég ákvað að prófa að taka út hveiti og sykur og minnka kolvetnin enda mjög háð einföldum kolvetnum og á það til að gúffa í mig eftir kvöldmat þegar blóðsykurinn fór af stað. Með því fylgir náttúrulega að síðustu aukakílóin mín sátu sem fastast.

Eftir að ég byrjaði að minnka kolvetnin þá hef ég ekki fengið þessa verki, ég sef betur, þarf minni svefn og finnst líka yndislegt hvað ég næ að halda blóðsykrinum stöðugum og er ekki á sífellu narti. Mataræði hjá mér hefur ekki breyst mikið fyrir utan að brauð, pasta, grjón, sykur og hveiti tók ég út. Ekki skemmir að ég er hægt og sígandi að nálgast aftur mína fyrri þyngd og cm hverfa með því :) Ég get hætt að borða þegar ég er södd í stað þess að fá mér meira á diskinn, bara vegna þess að maturinn var svo góður og ég verð að fá meira (þó ég væri pakksödd). Ég borða líka mun meiri af grænmeti en ég gerði, hef alltaf verið grænmetis gikkur en með því að skoða girnilega uppskriftir er blómkál, tómatar, paprika, zucchini og salöt eitthvað sem ég elska að borða. Ég borða alveg kolvetni, ég bara passa mig í dag hvaðan ég fæ þau. Og að baka án þess að hafa sykur og hveiti er himnaríki :) Ég þarf ekki að hafa samviskubit að baka fyrir börnin mín í miðri viku þar sem ekkert í þeim hefur áhrif á heilsu eða tennur þeirra :)

En nóg um þetta, tölum um kjötbollurnar :) Ljúffeng og góð uppskrift sem ég fann á netinu og breytti aðeins, og það besta, allir borðuðu af bestu lyst! Það gerist ekki oft að fá alla til að borða það sem er í matinn, yfirleitt er einn einstaklingur (mismunadi hverju sinni) sem finnst eitthvað að matnum.


Kjötbollur
7-800 g nautahakk
1 egg
1 lúka af fersku og fín söxuð basilika
2 tsk oregano krydd
1-3 hvítlauksgeirar, fín hakkaðir
1,5 dl rifin parmesanostur
1 tsk nautakraftur
salt og pipar eftir smekk.
Mozzarella ostur 



Öllu blandað vel saman í skál og búnar til stórar bollur. Bollurnar brúnaðar á pönnu með smjöri eða olíu.

Sósa
Tvær dósir af hökkuðum tómötum.
Fínhökkuð basilika eftir smekk
1 msk oregano krydd
2 msk olía
3 hvítlauksgeirar saxaðir
50 g rjómaostur
salt og pipar eftir smekk


Sett í pott og látið malla í 15 mín. Ég notaði svo töfrasprota til að mauka tómatana alveg niður svo það yrði pottþétt að engin börn myndu kvarta ;)

Hita ofn á 200 gráður
Setja sósu í eldfast mót, bæta bollunum út í, hella restinni af sósunni á bollurnar og setja svo góða sneið af mozzarellaosti ofan á bollurnar. Setja í ofnin í ca 10 mín eða þar til osturinn er bráðin. Gott með heimagerðu lkl vænu hvítlauksbrauði eða soðnu brokkolí. 

P.s var of gráðug að borða matinn heitann svo myndirnar voru bara teknar á símann í þetta sinn.


1 comment:

  1. cấp bảy lục phủ ngũ tạng cũng sẽ nhanh chóng bị đốt thành tro bụi.

    Đối với chút ít hắc mang này, Nhạc Thành cũng có một số kinh ngạc, khó trách ngay cả Thú hoả cũng không thể đối phó, phỏng chừng coi như là dị hỏa cũng khó, cũng may là mình có Vô Thượng Chân Hoả, đối phó hắc mang cũng không khó.

    Hai giờ sau đó, Nhạc Thành nhả ra một ngụm trọc khí thật dài, thủ ấn vừa thu lại sau đó hắn thu hồi chân khí đứng lên, hai giờ ngược lại cũng tiêu hao Nhạc Thành không ít chân khí.

    - Ngươi đầu tiên kiểm tra một chút, hẳn là toàn bộ thanh trừ.
    đồng tâm
    game mu
    cho thuê nhà trọ
    cho thuê phòng trọ
    nhac san cuc manh
    số điện thoại tư vấn pháp luật miễn phí
    văn phòng luật
    tổng đài tư vấn pháp luật
    dịch vụ thành lập công ty trọn gói
    http://we-cooking.com/
    chém gió
    Nhạc Thành nhìn Ma pháp sư cấp bảy nói.

    Một lát sau, Ma pháp sư cấp bảy mừng rỡ kinh ngạc đứng lên:

    - Thật là hoàn toàn thanh trừ, thật là hoàn toàn thanh trừ rồi.

    - Thù lao của ta đâu.

    Nhạc Thành mỉm cười nói, nếu không có vạn năm song sinh huyết sâm, Nhạc Thành cũng không lo những chuyện này.

    - Nhạc Thành tiểu huynh đệ, ngươi yên tâm đi, ta luôn nói lời giữ lời.

    Ma pháp sư cấp bảy nhìn Nhạc Thành nói, lập tức dễ dàng đưa cho Nhạc Thành hộp

    ReplyDelete